Fiskar, súrefni.

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

2009 og 2010 árgangurinn á Bakkabergi er búin að vera í fiskagerð.  Við byrjuðum á því að skoða form á allskyns fiskum.  Við veltum fyrir okkur hvernig fiskar anda, nota þeir súrefni eins og við, þurfa þeir hreinan sjó?

Sumarlokun Bakkabergs

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Lokað verður á Bakkabergi frá og með miðvikudeginum 8. júlí 2015 til og með miðvikudeginum 5. ágúst

Heimsókn í jólastund (Berg)

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Í morgun fengum við á Bergi, fyrsta, annan og þriðja bekk úr Klébergsskóla í heimsókn til okkar. Við skiptumst á jólakortum og knúsum og sungum skemmtileg jólalög. Takk fyrir heimsóknina :)

Fjörujól

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Þá var komið að okkar árlegu jólaheimsókn í fjöruna okkar.

Það voru fjörulallar á Bergi sem byrjuðu á því að fara öll saman og gera jólatré í sandfjörunni.

Það er ekki mikið af steinum í sandfjörunni þannig að við notuðum bóluþang og sand líka. Síðan skreyttum við með hagléli og settum friðarkerti efst. Selurinn Snorri fær alltaf að koma með í jólaheimsóknina og var að sjálfsögðu með jólasveinahúfuna sína.