Sumarhátið og Grænfáni

Ritað . Efnisflokkur: Fréttir af umhverfismennt


Í dag brosti sólin sínu skærast, enda sumarhátíð á Bergi og Grænfánaafhending.

Við skreyttum garðinn okkar og settum út margskonar skemmtilegt dót. Bílastæðið var lokað fyrir bílum og við máttum vera á hjólunum okkar þar, þad var ekkert smá skemmtilegt, spenningurinn leyndi sér ekki því stax og börnin komu í skólan var farið að spyrja hvenær þau mættu fara út ad hjóla.

Í hádeginu voru borðaðar pylsur úti í sólinni, minnstu börnin fóru svo inn og hvíldu sig aðeins en hinir héldu áfram ad leika sér í garðinum og biðu spennt eftir ad komast aftur út fyrir að hjóla.

Eftir smá hvíld kom Orri Páll frá Landvernd og spjallaði við okkur um Grænfánann. Síðan var hann dreginn að hún með diggri aðstoð okkar. Vá, hvað við erum stolt að geta dregið Grænfánann að hún hér á Bergi og er þetta fáni númer tvö með nokkra ára millibili.

Síðan var haldið áfram að hjóla eins og leika annad skemmtilegt, krakkarnir virtust ekki fá nóg af því ad hjóla og voru yfir sig ángæð med þennan dag, enda ekki annað hægt í svona góðu veðri og fá loksins þennan marg um talaða grænfána.