Við fengum styrk frá Menntaráði

Ritað . Efnisflokkur: Fréttir af umhverfismennt

Í gær var formleg úthlutun á þróunarstyrkjum Menntaráðs. Við sóttum um í þann sjóð og vorum svo heppin að fá styrk.

Þróunarverkefnið okkar ber nafnið Grænir skólar á Kjalarnesi og eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta samstarfsverkefni á milli skólanna. Hugmyndin er að efla samstarfið í gegnum umhverfismennt, útinám, listir og skapandi starfi.

Guðrún Dögg Gunnarsdóttir er verkefnastjóri fyrir hönd Bergs og Elísabet Magnúsdóttir fyrir hönd Klébergsskóla.

Sjá frétt á vef Reykjavíkurborgar.