Fjörulallar 3.-7. febrúar 2014

Ritað . Efnisflokkur: Fréttir af umhverfismennt

Að þessu sinni ákváðum við að vinna heima og rifjuðum upp spilin okkar góðu.

Við eigum sem sagt tvö fjörulallaspil sem við bjuggum til fyrir einhverju síðan. Þetta er annars vegar minnisspil með efnivið úr fjörunni og hins vegar samstæðuspil með myndum af ýmsu sem við höfum fundið í fjörunni.

 

Fjörulallar 20.-25. jan

Ritað . Efnisflokkur: Fréttir af umhverfismennt

Á mánudeginum og þriðjudeginum voru fjörulallarnir á Bakka heima vegna hálku.

Við hlustuðum á sögu sem heitir fjöruferðin og er um stelpu sem heitir Vala og er hún í fjöruferð með pabba sínum.

Síðan fórum við í skeljaleik þar sem við vorum að rifja upp heiti þeirra, sem var reyndar óþarfi þar sem börnin voru sko með þau öll á hreinu. Við vorum með kúfskel, hjartaskel, sandskel, kuðung, bláskel og krossfisk.

 

Fjörulallar 13-17 janúar 2014

Ritað . Efnisflokkur: Fréttir af umhverfismennt

Það var mikið um að vera hjá fjörulöllum þegar við fórum af stað eftir gott  jólafrí.

Það var ákveðið á starfsdag að fara af stað aftur með ótrúleg eru ævintýrin og taka fyrir söguna um hana Gilitrutt.

 

Fuglamyndir

Ritað . Efnisflokkur: Fréttir af umhverfismennt

2007 árgangurinn á Bakkabergi var að teikna glæsilegar fuglamyndir fyrir útskriftarmöppurnar sínar.  Við erum félagar í Fuglavernd og erum með uppstoppaða fugla bæði á Bakka og Bergi.