Ástarsaga úr fjöllunum

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Við höfum verið að vinna með ævintýrið „Ástarsaga úr fjöllunum" á Álfasteini (Berg) og nýttum Ipadana til að taka myndir af tröllum sem við gerðum og nota þær í Puppet Pals til að gera tröllasögur.  Við nýttum líka mynd sem við tókum af Esjunni sem bakgrunn en við höfum verið að læra um Bola og Grýlu sem eru klettar þar.

iPad kennsla yngri barna

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Ég hef aðeins verið að koma með iPadinn inn á deild hjá mér, en ég er á Lundey sem er yngsta deildin hér á Bakka.
Það kom mér á óvart hversu mörg börn vissu nákvæmlega hvernig iPadinn virkaði og fóru því beint í það að leysa verkefnin sem ég lagði fyrir þau.

Sumum þurfti ég aðeins að leiðbeina en þau voru svo fljót að komast upp á lagið með þetta.

Fisher Price

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Til að byrja með fórum við á Dvergasteini í forritin frá Fisher Price; „Giggle Gang" og „Shapes & Colors". Þá er auðvelt fyrir krakkana að æfa sig á iPad; nota einn putta og ýta laust.
Forritin eru mjög skemmtileg. „Giggle Gang" eru litli hnoðrar sem hlægja þegar ýtt er á skjáinn. Svo er hægt að látið þá dansa og syngja og spilað á píanó.
Í „Shapes & Colors" æfir maður bæði formin og litina og svo syngja þau og dansa fyrir þig.

 

My first numbers

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Þetta forrit frá GrasshopperApps.com er mjög sniðugt. Við á Dvergasteini - Bergi fengum að prufa það þegar að kennarinn var búinn að þýða það, þá gátum við talið allskonar hluti. T.d. epli, bolta, bangsa og fingur.