Ipad kennsla - formin

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Börnin voru mjög spennt fyrir nýju Ipadana okkar. Við tengdum Ipadinn við töfravegginn (skjávarpi) og skoðuðum formin (stjarna, hjarta, hringur, hálfhringur, þríhyrningur og ferhyrningur). Við munum vinna með formin næstu vikurnar. Forritið sem við notuðum heitir Kids Builder og KIDpedia og Colors&Shapes sem má nálgast í App Store. Einnig vorum við með skemmtilegt púsl um dýrin og lærðum heitin þeirra á ensku. Elstu börnin voru mjög spennt og áhugasöm og vildu alls ekki hætta þegar tíminn var búinn.

 

Styrkur og gjöf

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Síðustu tvær vikur höfum við verið að læra ný orð eins og borðtölva, ferðatölva, pc – tölva, epla –tölva, minniskubbur, minniskort, prentari, og scanni. Í vetur ætlum við að leggja áherslu að skoða Ipad. Við vorum svo heppin að fá styrk frá Sprotasjóði varðandi tæknikennsluna og keyptum við okkur Ipada og fengu einn gefins hjá Eplabúðinni og þökkum við kærlega fyrir þann stuðning.