Pétur Pan

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Við erum búin að ná í flestar Disney margmiðlunarbækurnar fyrir iPad. Bækurnar eru líflegar, hægt er að láta lesa söguna fyrir sig og auðvita erum við búin að þýða hana á íslensku fyrir börnin. Í bókinni býðst börnunum að púsla, lita mynd, fara í minnisspil og spila.

ABC

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Þessa dagana erum við að vinna með stafina með appinu ABC Alphanebet Phonics. Þetta er ótrúlega sniðugt app þar sem börnin geta talað sjálf inn á forritið og þar með íslenskað það. Dæmi um það sem var íslenskað er: Finndu A, finndu B og þegar börnin hafa fundið rétta stafinn þá er hrósað á mismunandi vegu.

Rafbók

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Við náðum í ótrúlega skemmtilegt forrit sem heitir Scribble Press. Þar geta börnin búið sjálf til sína eigin rafbók á einfaldan máta.  Einnig er hægt að ná í tilbúnar bækur með texta sem hægt er að breyta og gera að sínum.

Amma á FaceTime

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Ein amman á Bakka hringdi í okkur í gegnum FaceTime síðasta föstudag. Auðvitað sungum við fyrir hana lagið Hún systa mín litla.

Ömmubarnið sjálft  var frekar feimið við að sjá ömmu sína á stóra töfraveggnum okkar.