Heimurinn

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Við náðum í áhugavert smáfforrit til að kanna heiminn sem heitri Barefoot World Atlas sem er þríviddar hnattlíkan. Hægt er að að kanna svæði og lönd í heiminum á skemmtilegan máta. Börnin vildu að sjálfsögðu finna Ísland og þekktu marga fána úr Eurovision.

Þegar ég verð stór...

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Börnin á Bakkabergi finnst apa forritin sem við erum með rosalega skemmtileg. Við sáum að það var kominn annar leikur sem heitir When I grow up og við náðum í hann auðvita þar sem við erum mjög hrifin af hinum sem við eigum. Í þessu smáforriti (app) geta krakkarnir notað ímyndunaraflið sitt. Þau þurfa ekki að velja eitthvað eitt sem þau vilja vera þegar þau verða stór.

Formleg opnun á appland.is

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Eins og flestir vita sem kíkja í heimsókn hér á heimasíðu leikskólans, þá notum við iPad í leik og starfi með börnunum. Þetta verkefni er styrkt af Sprotasjóð og Eplabúðinni. Hugmyndin var að gera litla heimasíðu um þetta verkefni, en þar sem þessi vinna hefur vakið gífurlega athygli þá varð raunin önnur.

Í gær rann stóra stundin upp og opnuðum við formlega vefinn www.appland.is.

Gestir frá Háskóla Reykjavíkur

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Það komu nemendur frá HR til okkar í maí til að fylgjast með hvað við værum búin að læra í vetur. Börnin voru voða spennt að sýna nemendunum hvað þau kynnu. Þau fengu að sjá stærðfræði -, leikrita - og stafaforrit, ásamt mörg önnur smáforrit sem við höfum verið að vinna með.