Hvatningarverðlaun fyrir frumkvöðlastarf

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Við á Bakkabergi fengum í fjórða sinn Hvatningarverðlaun Skóla- og frístundaráðs (áður Leikskólaráðs) fyrir okkar starf. Nú var það Rakel G. Magnúsdóttir sem fékk verðlaun fyrir frumkvöðlastarf í upplýsingatækni með leikskólabörnum.

iPad penni

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Börnin fengu að prófa að nota ipad-penna til að spora stafina og lita. Þeim fannst mjög gaman að nota pennann og gerðu sér fulla grein fyrir því að það mætti ekki nota venjulegan blýant né penna. Það er mjög þægilegt að nota ipad-pennan, börnin ná að spora stafina betur og lita fleti án þess að fara út fyrir.

Stafirnir

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Í vor höfum við verið að æfa okkur að vinna með stafina með smáforritum (app) eins og Little Writer og iWrite. Little Writer er frábært smáforrit til að læra bókstafi, tölustafi og formin. Það besta við þetta er að það er hægt að íslenska allt talmálið og börnunum fannst mjög gaman að heyra sína eigin rödd og vina sinna.

Enskupróf

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Eins og áður hefur komið fram þá höfum við verið að læra nokkur orð í ensku með smá forritinu Learn English and Play. Við höfum verið að vinna með fjölskylduna (family), litina (colors) og ávextina (fruit). Með þessu frábæra forriti er hægt að taka próf sem virkar þannig að börnin heyra orðið og þurfa að velja rétt, ef allt er rétt lenda þau í fyrsta sæti og fá bikar.