Litir og form

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Börnin voru mjög spennt fyrir nýju Ipadana okkar. Við tengdum iPadinn við töfravegginn (skjávarpi) og skoðuðum formin (stjarna, hjarta, hringur, hálfhringur, þríhyrningur og ferhyrningur). Við munum vinna með formin næstu vikurnar. Forritið sem við notuðum heitir Kids Builder og KIDpedia og Colors&Shapes sem má nálgast í App Store.

 

Tækni - 2007 árg.

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Fyrsti tíminn hjá 2007 árganginum var í lok ágúst. Börnin voru rosalega spennt að byrja þar sem þau voru búin að heyra frá hinum árganginum hvað þetta var skemmtilegt.

Við lærðum ný orð eins og borðtölva, ferðatölva, pc – tölva, epla –tölva, minniskubbur, minniskort, prentari, og scanni. Í vetur ætlum við að leggja áherslu að skoða og læra á iPad spjaldtölvu.

 

Tókum þátt

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Við á Bakkabergi tókum þátt í tveimur ráðstefnum fyrir stuttu, þar sem við vorum að kynna verkefnið okkar UTML. Ráðstefnurnar voru Stefnumót við frumkvöðla og Það er leikur að læra - Epli.is.

Það voru tveir fyrrum nemendur sem komu á ráðstefnurnar og sýndu gestum hvernig á að nota nokkur smáforrit.

Lokaverkefnið

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Þá er komið að því að opinbera lokaverkefnið hjá elsta árganginum á Bakkabergi í iPadnáminu. Við vorum með sameiginlegt verkefni þvert á Bakka og Berg. Börnin útfærðu söng, dans, lestur og leiksýningu út frá Hæsnadansinum eftir Stefán Jónsson.