A, B, C, D,,,,,,

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Við erum búin að vera skoða stafina undan farið með hjálp Gralla Gorm í tölvunni. Í iPadinum höfum við stuðst við appið IwriteWords, en þar þurfum við að skrifa stafina eftir fyrirmynd (taka í gegn) og að sjálfsögðu byrjum við alltaf efst uppi. Því miður eru ekki íslensku sérstafirnir, en í staðin höfum við notað Smartskjáinn til að æfa okkur að í skrirfa þá stafi.

Formin og tölustafirnir

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

seseÍ síðustu viku héldum við áfram að vinna með formin og bættum við samsíðungur, fimmhyrningur, sexhyrningur og átthyrningur. Við héldum áfram að nota Kids Builder til að læra formin og lærðum í leiðinni að telja upp á 5 í ensku. Forritið Colors&Shapes notum við líka til að læra að telja og þekkja formin.

Tónlist

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Að sjálfsögðu höfum við skoða nokkur tónlistaforrit í iPadinum. Við skoðuðum Music Sparkles og Guitar Free. Í Music Sparkles er hægt að velja á milli 11 hljóðfæra og spila á þau. Einnig er hægt að bæta við fleirum hljóðfærum í einu, þannig að hægt sé að læra að þekkja hvert hljóðfæri fyrir sig, þetta er mjög auðvelt forrit sem börnin eru fljót að tileinka sér.