Feed the animals

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Við á Dvergasteini prufuðum smáforritið „Feed the Animals".
Í forritinu er spurt hvað dýrin borða. Ef dýrið er mús færðu t.d. upp þrjá valkosti; ostur, chilli pipar og bein.

Börnin eiga svo að ýta á þann mat sem músin borðar.
Þegar öll dýrin hafa fengið að borða fá börnin límmiða í verðlaun. Forritið er á ensku þannig að kennarinn hjálpar til með því að þýða spurninguna.

Stafirnir

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Börnin æfðu sig í stöfunum með íslenska stafrófsappinu og hástafina í Dóru appinu. Þau voru mjög hrifin af Doras abc en það hentar í raun betur í enskukennslu þar sem orðin sem hljóðin fylgja eru á ensku.

Stafirnir

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Í desember höfum við verið að æfa okkur að vinna með stafina með smáforritum (app) eins og Little Writer og iWrite. Little Writer er frábært smáforrit til að læra bókstafi, tölustafi og formin. Það besta við þetta er að það er hægt að íslenska allt talmálið og börnunum fannst mjög gaman að heyra sína eigin rödd og vina sinna.