Enskupróf

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Eins og áður hefur komið fram þá höfum við verið að læra nokkur orð í ensku með smá forritinu Learn English and Play. Við höfum verið að vinna með fjölskylduna (family), litina (colors) og ávextina (fruit). Með þessu frábæra forriti er hægt að taka próf sem virkar þannig að börnin heyra orðið og þurfa að velja rétt, ef allt er rétt lenda þau í fyrsta sæti og fá bikar. Börnunum finnst þetta mjög gaman og eru ekki sátt fyrr en þau fá bikarinn.