Hvatningarverðlaun fyrir frumkvöðlastarf

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Við á Bakkabergi fengum í fjórða sinn Hvatningarverðlaun Skóla- og frístundaráðs (áður Leikskólaráðs) fyrir okkar starf. Nú var það Rakel G. Magnúsdóttir sem fékk verðlaun fyrir frumkvöðlastarf í upplýsingatækni með leikskólabörnum.

Við erum mjög stolt og ánægð með að Kelduskóli - Korpa og Klébergsskóli hafa samþykkt að þetta verkefni haldi áfram og flytjist yfir til þeirra með börnunum sem eru nú að útskrifast úr leikskólanum.

Hér má sjá meira um upplýsingatækni með leikskólabörnum og einnig var opnuð síðan www.appland.is.

 

 

 

 

Frétt frá RVK

Frétt frá MBL