Puppet Pals

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Um daginn fór elsti hópurinn í iPad tíma. Við ákváðum að kíkja á Puppet Pals og búa til leikrit. Fyrst skoðuðum við forritið og lærðum aðeins á það. Svo kíktum við á leikrit sem aðrir krakkar höfðu gert og þá vorum við nokkuð tilbúin í að búa sjálf til leikrit. Krakkarnir fengu að taka myndir af hvort öðru og kennaranum til að hafa með í leikritinu - það útaf fyrir sig var mikil skemmtun. Svo kom að því að semja leikrit og leikstýra. Það krafðist mikillar samvinnu. Krökkunum fannst þetta mjög skemmtilegt og spennandi.
Við eigum eftir að kíkja aftur í þetta forrit og æfa okkur í samvinnu og hugmyndavinnu.