Heimurinn skoðaður í Ipad
Með forritinu Barefoot books atlas höfum við verið að kanna heiminn. Með því notuðum við google maps á smartskjánum og jarðarbolta sem færður var öllum leikskólum landsins fyrir áramót. Við skoðuðum hvar Ísland er og hversu langt í burtu önnur lönd eru.
Auk þess skoðuðum við loftmynd af húsum barnanna og mældum hversu langt var fyrir þau að fara í leikskólann. Þau eru mjög hrifin af þessu appi þar sem þau geta skoðað löndin og fræðst um hvað er einkennandi fyrir hvert land fyrir sig.