iPad-tímar á Bergi

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

 

Á Bergi eru iPad tímar fyrir tvo yngstu árgangana og elsta árganginn. Það er auðvitað mjög misjafnt hvaða smáforrit hentar hvaða aldri. En krakkarnir eru mjög fljót að læra.

Í iPad-tíma æfa börnin fyrst og fremst fínhreyfingar. Þau þurfa að læra að það á bara að nota einn putta og það má bara ýta laust. Svo fara þau að læra liti, form og rökhugsun með því að sortera hluti og púsla.

Yngstu börnin (1-2 ára) byrja á einföldum smáforritum eins og fluidity, Giggle Gang og Shapes & Colors.
Eftir því sem þau verða klárari og kunna betur á spjaldtölvuna geta þau farið í flóknari smáforrit. Dýraleikir eru líka alltaf vinsælir eins og Peekaboo Animals og Farm Animals. Í Farm Animals er hægt að þýða yfir á íslensku og þar eiga krakkarnir að snerta réttu dýrin. Í Peekaboo Animals þurfa krakkarnir að leita að dýrunum og læra þannig hljóðin í þeim. 
Næst yngstu börnin (2-3 ára) eru meðal annars í EduRoom og Sorting. Í EduRoom þurfa þau að leysa ýmis verkefni eins og að púsla, raða í stærðarröð og litaröð, sortera hrein föt og óhrein föt og margt fleira. í Sorting eru þau að æfa rökhugsun þegar þau leysa ýmis verkefni. Þau þurfa t.d. að draga farartækin upp í himin eða niður á götu eftir því hvort þetta er eitthvað sem keyrir á götu eða eitthvað sem flýgur í loftinu.

Elstu börnin (5-6 ára) eru aðalega í smáforritum sem þjálfa þau í stöfum og tölum. Bæði að þekkja þá og skrifa. ABC er sniðugt forrit þar sem að krakkarnir eða fullorðnir geta tekið upp sína rödd og þannig þýtt stafina yfir á íslensku. iWriteWords er gott til að æfa sig í að skrifa stafina. ATM Numbers er sniðugt til að æfa tölustafina. Í Colors Shapes þarftu að telja liti eða form.
Þau hafa líka farið í forrit þar sem reynir á rökhugsun eins og Caboose Express þar æfa þau sig í formum og að sortera í lítill, stærri, særstur. 
Þau fara líka í skemmtilega leiki sem við köllum apaleikina. Þeir eru ekki bara skemmtilegir heldur þjálfa þau líka í litunum, að telja, púsla, þekkja hvað sker sig úr, reikna og fleira. Monkey Preschool og Monkey Math.

Við notum einnig Bitsboard mikið. Þar er hægt að búa til allskonar borð eins og borð þar sem börnin læra um föt, dýr, tölustafi, bókstafi og hvað sem fólk dettur í hug.