Feed the animals

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Við á Dvergasteini á Bergi prufuðum smáforritið „Feed the Animals".

Í forritinu er spurt hvað dýrin borða. Ef dýrið er mús færðu t.d. upp þrjá valkosti; ostur, chilli pipar og bein.
Börnin eiga svo að ýta á þann mat sem músin borðar.
Þegar öll dýrin hafa fengið að borða fá börnin límmiða í verðlaun.

Forritið er á ensku þannig að kennarinn hjálpar til með því að þýða spurninguna.
Sum voru klárari en önnur en æfingin skapar meistarann – og það er ekki leiðinlegt að æfa sig í þess forriti.