Puppet Pals

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Um daginn fór elsti hópurinn í iPad tíma. Við ákváðum að kíkja á Puppet Pals og búa til leikrit. Fyrst skoðuðum við forritið og lærðum aðeins á það. Svo kíktum við á leikrit sem aðrir krakkar höfðu gert og þá vorum við nokkuð tilbúin í að búa sjálf til leikrit. 

Æfa okkur í litum og fatnaði

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Bitsboard er mjög skemmtilegt og gagnlegt forrit. Núna erum við á Dvergasteini að æfa okkur í litum og hvað fötin heita og notum Bitsboard til að hjálpa okkur. Það er misjafnt eftir aldri hvernig börnin taka þessu og hvað þau eru fljót að ná því að herma eftir. En æfingin skapar meistarann. :)

Heimurinn skoðaður í Ipad

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Með forritinu Barefoot books atlas höfum við á Bakka verið að kanna heiminn.  Með því notuðum við google maps á smartskjánum og jarðarbolta sem færður var öllum leikskólum landsins fyrir áramót.  Við skoðuðum hvar Ísland er og hversu langt í burtu önnur lönd eru.

iPad-tímar á Bergi

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Á Bergi eru iPad tímar fyrir tvo yngstu árgangana og elsta árganginn. Það er auðvitað mjög misjafnt hvaða smáforrit hentar hvaða aldri. En krakkarnir eru mjög fljót að læra. 

Í iPad-tíma æfa börnin fyrst og fremst fínhreyfingar. Þau þurfa að læra að það á bara að nota einn putta og það má bara ýta laust. Svo fara þau að læra liti, form og rökhugsun með því að sortera hluti og púsla.