Skólanámskrá

Ritað . Efnisflokkur: Skólanámskrá

Leikskólinn starfar samkvæmt lögum um leikskóla frá árinu 2008 og reglugerðum við þau lög.

Aðalnámskrá leikskóla kom út vorið 2011 og um leið komu út aðalnámskrár fyrir grunn-og framhaldsskóla. Sá háttur er hafður á núna að fyrstu þrír hlutarnir eru sameiginlegir fyrir öll þrjú skólastigin. Þessir hlutar fjalla um hlutverk aðalnámskrár, almenna menntun og síðan mat og eftirlit.

Í kaflanum almenn menntun er til umfjöllunar grunnþættir menntunar sem hefur ekki verið fjallað um áður. Mennta- og menningarmálaráðuneytið er með mjög góðan kynningarvef um grunnþætti menntunar sem ber nafnið Nám til framtíðar, sem vert er að kíkja á.

Í Stefnu og starfsáætlun Skóla- og frístundasviðs 2013 kemur fram að leikskólar eigi að setja inn í skólanámskrá sína hvernig unnið er með lífsleikni, virðingu, umhyggju, tillitssemi og samkennd. 

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna á að vera sýnilegur í skólanámskránni.

Þetta er sá grunnur sem skólanámskrá Bakkabergs á að byggja á.