Fjörulallar farnir af stað!

Þann . Ritað í Bakkaberg

Þá erum við fjörulallarnir komnir á kreik aftur  á báðum starfsstöðvum.

Það voru allir hópar mjög glaðir að fara af stað aftur og við ákváðum að byrja á því að fara í eftirlitsferð í fjörurnar okkar.

Við vildum athuga hvort fjörurnar okkar væru hreinar og snyrtilegar eftir sumarið.

Það var nú svolítið af rusli sem við tíndum og svo var líka margt að skoða.

 

Flæði byrjað inni á Bakka

Þann . Ritað í Bakkaberg

Nú á mánudaginn síðasta byrjuðum við með flæðið inni á Bakka.  Við erum með stöðvar víðs vegar um leikskólann  og geta börnin valið á milli þessara stöðva að vild.  Á hverri stöð er að minnsta kosti einn kennari og nokkrir á lausu sem leiðbeina börnum á milli stöðva.

 

Rjómablíða á Bakka eftir sumarfrí

Þann . Ritað í Bakkaberg

Við höfum verið aldeilis heppin með veður eftir að skólinn opnaði aftur.  Við höfum nýtt rjómablíðuna til hins ýtrasta og verið mikið úti.  Í dag fóru öll börnin í fjöruna sem iðaði af lífi í hitanum.

Gönguferðir

Þann . Ritað í Bakkaberg

Í gær var gönguferðadagurinn mikli á Bergi. Við fórum í gönguferð upp í Kátakot, þar sem gamli leikskólinn var einmitt, fyrir hádegi og lékum okkur þar á leikvellinum. Það er svo gaman að breyta til. Við skemmtum okkur svo vel að við gleymdum okkur aðeins og vorum næstum því sein í mat. :) 

Eftir hádegi fórum við svo í gönguferð upp í Klébergsskóla og lékum okkur í leiktækjunum þar. Það var sko fjör!