Sullað með hveiti

Þann . Ritað í Bakkaberg


Í könnunarleik þessa vikuna fá krakkarnir að leika sér með hveiti. Þau eru á bleyjunum eða nærfötunum inni í Draumalandi þar sem er búið að opna tvo poka af hveiti. Kennarinn setur fyrst smá hveiti á gólfið og svo fylgjumst við með hvað börnin gera. Þegar þau eru búin að sulla með hveitið í nokkurn tíma þá fá þau smá hrísgrjón og haframjöl til að finna aðra áferð.

Fjörulallar-flöskuskeyti

Þann . Ritað í Bakkaberg

Þá var loksins komið að því að senda flöskuskeytin okkar af stað.

Við settum myndir og bréf í flöskurnar og í bréfinu báðum við um að við yrðum látin vita hvar þau hefðu fundist ef það skildi gerast.

„Komdu að leika".

Þann . Ritað í Bakkaberg

Elsti árgangurinn á Bakkabergi fór á sýninguna, „komdu að leika" á Árbæjarsafni.  Sýningin er í húsi sem heitir Landakot, en það hús var byggt sem kaþólsk kirkja árið 1897, húsið var flutt á Árbæjarsafn árið 2005.

Fjörulallar-flöskuskeyti á Bakka og tilraunir á Bergi.

Þann . Ritað í Bakkaberg

Í síðustu viku ákváðum við að senda einhvertímann flöskuskeyti.

Þetta var gert fyrir nokkru síðan og mjög gaman þegar við fengum bréf frá krökkum sem höfðu fundið eitt frá okkur á Álftanesi.

Við tókum okkur til og teiknuðum myndir og sömdum bréf sem við ætlum að setja í flösku og fara með í næstu viku.

Það urðu til mörg listaverk og við þurfum að velja einhver úr til að senda með.