Leita að ormum

Þann . Ritað í Álfasteinn

Í rigningunni um daginn fórum við út að leita að ormum. Það er gaman að rannsaka ormana og umhverfið í kringum sig. Það þarf ekki alltaf fullt af dóti í útiveru. Stundum er nóg að nota ímyndunaraflið og umhverfið í leik.

Gönguferð upp í Klébergsskóla

Þann . Ritað í Álfasteinn

Nokkrir krakkar af Álfasteinu skruppu í gönguferð í vikunni. Þau ákváðu að kíkja upp í Klébergsskóla og leika þar í spennandi leiktækjum. Það var rosa gaman og spennandi og krakkarnir skemmtu sér vel. Alltaf gott að fá smá tilbreytingu.

Fjaran, samstarf Korpuskóla og Bakka.

Þann . Ritað í Bakki

Samvinna Bakka og Kelduskóla-Korpu gengur mjög vel. Við fórum saman í fjöruferð. Við ákváðum að fara lengri leiðina, í sandfjöruna sem er fyrir neðan Leirvogshólma. Við tókum með okkur skóflur og fötur og breyttumst í vísindamenn. Við vorum að rannsaka lífríkið og athuga hvað við myndum finna. Við sáum margt forvitnilegt, meðal annars þara,skeljar,hrúðurkarla og sumir fundu lítið dýr í pollum sem heitir marfló. Það var líka gaman að setja sjó í fötu og búa til polla í sandinum og sumir grófu langa skurði.