Útskrift elsta árgangsins á Bergi

Þann . Ritað í Bakkaberg

Fimmtudaginn 19/5 var útskriftarhátíð á Bergi þar sem börn fædd 2010 voru kvödd við hátíðlega athöfn í sal skólans. Börnin sungu nokkur vel valin lög og stóðu sig alveg einstaklega vel.

Útivist og umhverfið

Þann . Ritað í Viðey

Við á Viðey höfum verið dugleg að njóta veðurblíðunnar sem hefur verið í apríl. Stundum höfum við nánast verið úti allan daginn. Börnunum finnst rosalega gaman þegar það er óþarfi að klæða sig mjög mikið og setningin ,,úlpa, húfa og skór“ virkar eins og mesta vítamínsprauta og allir verða tilbúnir að fara út að leika sér á einu augabragði.

Samstarf

Þann . Ritað í Bakkaberg

Í vetur hafa elsti árgangur leikskólans Bakka og 1. bekkur Kelduskóla-Korpu verið í mjög skemmtilegu samstarfsverkefni. Við ákváðum að verkefnið myndi tengjast okkar fallega umhverfi, fjörunni, selunum og fuglunum sem eiga heima þar.